' . get_the_title() . '

Við erum svo heppin að geta boðið upp á úrvalshráefni sem á rætur að rekja til svæðisins hér í kringum okkur. Sjávarfangið kemur úr Breiðafirðinum en uppáhaldshráefnið okkar er þorskur og bláskel.

Við erum svo heppin að geta boðið upp á úrvalshráefni sem á rætur að rekja til svæðisins. Við leitumst við að þefa uppi gott hráefni hér í kringum okkur en það sem við þurfum að kaupa lengra að reynum við að fá lífrænt, reynist þess nokkur kostur og leggjum mikla áherslu á að nota íslenskt hráefni í réttina okkar. Sjávarfangið kemur úr Breiðafirðinum en uppáhaldshráefnið okkar er þorskur og bláskel. Við eigum gott samstarf við fiskmarkaði um hráefni og útgerðarfyrirtæki þar sem því verður við komið. Við höfum unnið mikið með bláskel sem ræktuð er hér í Breiðafirðinum af Íslenskri bláskel í Stykkishólmi og teljum við að þar sé á ferðinni hágæða sælkerafæða.