' . get_the_title() . '

Veitinga- og kaffihúsið Narfeyrarstofa í núverandi mynd er orðinn fastur liður í atvinnu- og menningarlífi bæjarins og hefur orðspor þess borist víða.

Veitinga- og kaffihúsið Narfeyrarstofa í núverandi mynd er orðinn fastur liður í atvinnu- og menningarlífi bæjarins og hefur orðspor þess borist víða. Veitingahúsið er opið allan ársins hring þótt afgreiðslutími taki árstíðabundnum breytingum. Á veturna snýst starfsemin um hádegi og helgar að miklu leyti og einnig er bryddað upp á uppákomum yfir vetrartímann sem ekki gefst kostur á yfir annasömustu mánuðina.

Matseðill Narfeyrarstofu hefur að geyma frumlega rétti, lystilega borna fram í fallegu umhverfi staðarins þar sem afar sjarmerandi útsýni úr salarkynnum hússins kryddar stemninguna. Á matseðlinum er einnig úrval hamborgara en þeir hafa verið afar vinsælir og nefndir „ekta“, „sveittir“ og betri en „búlluborgarar“ af gestum sem koma aftur og aftur og fá sér hamborgara!